19. maí 2006

Brjálað Barsa og slöpp Silvía

Hér kemur eitt lítið eftir langt hlé:)
Hvernig hefur landinn það? Er fólk í sjokki eftir gærkveldið? Ég horfði á þetta í góðum hóp heima hjá Guðnýju í gær og hópurinn almennt sammála um að þetta hafi almennt ekki verið nógu gott hjá tutlunni. Maður verður auðvitað að taka inn í reikningin að það er ekki auðvelt að standa stoltur og gera sitt þegar heill salur af fólki púar á þig þegar þú stífur á stokk, kræst ég gæti ekki gert það. Mér fannst atriðið líka svolítið pínlegt. Hún var eitthvað svo megaskipulögð í að fara úr einni hreyfingu í aðra og svo var hún alveg einstaklega skrækróma. En hey kannski átti þetta bara að vera svona. Persónulega fannst mér hún miklu flottari í undankeppninni heima. Ég vildi sjá brjálað show með dönsurum (berum að ofan eða neðan) og ljós og læti. Ég samhryggist okkur öllum yfir því að júrópartýin breytist í normal partý á laugó. Hey allir að halda "áfram Finnland" partý. Þeir eru kúl!!!

Það var massa upplifun að vera í Barcelona á miðvikudagskvöld. Við Þór fórum á pöbban ásamt hinum börsungunum og drukkum bjór og horfum á sjónvarpið. Ég var reyndar ekki með gleraugun þannig að ég var svona nett að giska hver væri me boltann. Fagnaði til dæmis gríðarlega þegar börsungar skutu á markið en það var varið í stöng. Var svo frekar bjánalega þegar ekkert mark var hehehe. Heyriði, svo vinna börsungar bara leikinn og allt varð vitlaust. Barþjónarnir töpuðu sér og dældu kampavíni í mannskapinn. Mannskapurinn skellti í sig kampavíninu og hljóp svo út á götu. Svo var bara straumur niður allar götur borgarinnar í átt að miðbænum þar sem fólk var bara kreisí af gleði. Klifrandi upp á ljósastaura og blómabúllur til að fara úr að ofan og sveifla treyjunni sinni á meðan aðrir sveifluðu neyðarblysum og flugeldagosum í stríðsdansi í miðri mannþrönginni syngjandi Championes Championes ole ole ole. Vangefið lið, svo er verið að setja út á okkur íslendingana um áramótin. Þetta var magnað að sjá en við létum okkur svo hverfa áður en gleðisamkoman breyttist í óeyrðir.

Mamma hans Þórs kom í gær með Jónu systir sinni. Nú verður tekin túrismi dauðans og það varir eiginlega til 10 júní ef tekin er með tíminn sem mamma og pabbi verða líka. Þannig að blogggleðin er kannski í lágmarki þessa dagana. Köllum það bara sumarfrí:)



vista-blogga-senda blogg

3 Comments:

Nafnlaus said...

Takk fyrir okkur, enn og aftur!! Helduru að ég hafi ekki séð Ronaldinho á Barcelona flugvellinum á leiðinni heim!

Nafnlaus said...

Gleði, gleði að sjá þig aftur :)
Nú er klst í Euro...en eiginlega er manni bara nett sama og varla nenni að horfa þar sem Íslandið er ekki með..uhu
En ætli ég kveiki ekki á imbanum og horfi með öðru...eins og alltaf..haha
Kveðja af fallega klakanum þar sem sólin skín, vindur blæs og kuldinn nístir merg og bein...brrrrr

Nafnlaus said...

ábyggilega frábært að vera þarna þegar þeir unnu. Þetta er ein af mörgu sögunum sem þú getur sagt barnabörnunum. Það er eins gott að fara að safna þeim þar sem margar (mjög margar) sögur fara ábyggilega ekki lengra