22. ágúst 2006

Ágúst kviss pæng

Finnst ykkur ekki erfitt að blogga þegar þið eruð ekki búin að blogga í langan tíma? Þetta er svona eins og þegar maður hefur ekki hringt í einhverja vinkonu í langan langan tíma og eftir því sem tíminn verður lengri frá síðasta símtali því erfiðara er að koma sér í að hringja - af hverju er það? Ég held að það séu hugsvik. Já sá í Ísland í bítið í morgun að hugurinn er alltaf að svíkja mann, telja manni trú um alls konar shit sem er bara ekki rétt.

Því kenni ég hugsvikum um slappt blogg!!

Svo er líka erfitt að blogga eftir langan tíma því að þá þarf að segja frá svo mörgu og þá verður til BLOOOOGGG DAUUUUUUÐAAAAAAAANSS (í borg óttans) en þá er ekkert annað að gera en búa til stikkorðalista eins og ég gerði síðast þegar ég varð fyrir hugsvikum (alltaf að lenda í þessu) ;)

Bloggaði síðast 1. ágúst (úffffff)

2. ágúst - Fór á ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!!
Það var brjálað geim - Föstudags og sunnudagskvöld stóðu upp úr. Flugeldasýningin var í móðu.....ekki af því að ég var svo full heldur af því að það koma þoka rétt á meðan sýningin var. Veðrið frábært á sunnudeginum og í heild fín hátíð þetta árið. Er samt ennþá að jafna mig í hendinni eftir árás frá Ragga Fúla vini Þórs sem sætti sig ekki við stuld á tjaldspjaldi sem ég og Drífa stálum frá honum. Tjaldspjald = spjald sem gefur rétt til að reka fólk úr sætum í hvíta tjaldinu og vísa því jafnvel út úr tjaldinu.

11. ágúst - Kassarnir okkar komu í hús frá Spáni íhaaaaaa. Loksins loksins segi ég nú bara.

12. ágúst - GAY PRIDE
Sá gönguna byrja skrapp svo út að hlaupa og fór svo heim að taka upp úr kössum.
Um kvöldið fórum við Þór svo í 60 ára afmæli Sissu frænku og það var svaka stuð. Gítarspil og söngur langt fram eftir og afi gamli (91 árs) einna sprækastur og með þeim síðustu heim. DJ AMMA hélt líka uppi stuðinu (Oddur frændi og söngbróðir) og svo var farið í bæinn. Hittum Bjössa, Emma og Esther á Q-Bar og það var nógu gaman til að vera til 5:30 í djamminu.

18. ágúst - Vinir komu í heimsókn og æfðum skemmtiatriði fyrir brúðkaup Hjalla og Beggu. Stofnuðum stórsveit gáfumanna og fórum hamförum í textasmíðum við hin og þessi lög.

19. ágúst - MENNINGARNÓTT - BRÚÐKAUP
Mér finnst skrítið að þetta heiti menningarNÓTT þegar dagskrá er lokið fyrir miðnætti finnst ykkur ekki. Alla vega, fórum niður í bæ klukkan 11 - 14:30 með Lailu og Lúlla og hittum líka Perlu og fengum okkur saman bjór á Oliver. Svo röltum við niður í bæ og kíktum á maraþon menninguna og þaðan yfir á Sægreifan og fengum frábæra humarsúpu og lúðuspjót og hrefnuspjót. Mæli eindregið með að kíkja þangað! Svo var brunað heim því það þurfti að taka sig til fyrir brúðkaup fyrr en ella því ég var að syngja í kirkjunni. Brúðkaupið heppnaðist vel (hann sagði já og hún líka) og söngurinn bara prýðilega, allavega fékk ég fullt af hrósi og vonandi plöggaði ég nokkur gigg hjá framtíðarhjónum hehehe. Veislan var svo alveg frábær, ekkert tilsparað þar. Alls konar kræsingar eins og til dæmis Lamakjöt í Lambasósu, hef aldrei smakkað "Lamakjöt" en það var mjöög gott, mjög svipað lambakjöti;)
Skemmtiatriðið okkar var síðast á dagskrá og allir komnir veeeel á tíunda eða tuttugasta glas en við skemmtum okkur vel og það var fyrir öllu. Svo var skundað á Iðnó á gierfuglana og þeir góðir eins og alltaf. Ég hitti Hester og Auka vini mína frá Hollandi og það voru góðir endurfundir. hef ekki hitt Hester síðan 2002 í Finnlandi.

22. ágúst
Nú er kominn þriðjudagur og brjálað að gera hjá mér. Allt á milljón í vinnunni og aukaverkefni á kvöldin þessa vikuna. Næstu helgi er svo brúðkaup hjá Helgu Dís uppi í sveit í lopapeysu og það verður örugglega brilljant brúðkaup. Hlakka mikið til.

Jæja, ég vona að lesningin hafi verið fróðleg og löng, myndir fara að dælast inn þegar Eplamenn drullast til að laga krúsídúllutölvuna mína sem er búin að vera hjá þeim síðan um miðjan júlí (það er líka ástæðan fyrir slöppu bloggi).

Semsagt slappt blogg er ekki mér að kenna heldur hugsvikum og eplamönnum.

Knús í krús
Eva



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: