Sælinú
Helgin liðin, ljúf sem hún var. Við Þór og Laila fórum að kíkja á Svabba á Rósenberg og hann stóð sig svona líka vel og heil sé honum fyrir undarlegustu útgáfu af Hallelúja (Jeff Buckley) so far. Lúlli mætti líka og á endanum varð þetta allsherjar fyllerý með bjórdembingum frá Kalla Nýherja, skotum frá Nýherjunum sem mættu á svæðið, áhugaverðum klósettferðum og keilustuldi á leiðinni heim. "Örlítill" höfuðverkur og ógleði gerði vart við sig hjá sumum en ekkert sem Sigur Rós lagaði ekki með góðu kattarbreimi á Klambratúni daginn eftir. Fínir tónleikar og gaman að sjá allt þetta fólk. Vissi ekki að það byggju svona margir hérna;)
Svo í gær skall á þessi líka svaka hitabylgja "Iceland style" þ.e. undir 20 stigum og það var hægt að fara á hlýrabol í vinnuna í morgun. Þetta var undarleg en skemmtileg lífsreynsla....eða þannig. Hitabylgjan ætlar nú samt ekki að heiðra okkur með nærveru sinni um verslunarmannahelgina ÓNEI.....það skal ekki vera svo gott. Djöfuls svindl frat og svínarí. Búið að vera ýkt gott veður alveg í nokkrar vikur og svo breytist það á fimmtudegi fyrir þjóðhátíð í rigningarsudda og viðbjóð. Ég vona bara að þetta sé eins og vanalega....spá sem aldrei rætist og það verði rjómablíða í dalnum næstu helgi. Já vissuð þið það ekki....ég er að fara á þjóðhátíð....audda!
Ég er búin að vera að lappa upp á firefoxinn minn en hann er samt alltaf að crasha...veit einhver lausn á því? Það er nú samt ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur. Sko fyrst náði ég mér í add-on þar sem átti að vera eitthvað í vafraranum eins og sænski kokkurinn í prúðuleikurunum væri að tala hördíbördígúú. En ekkert gerðist. Svo náði ég mér í svona bling bling og nú er browserinn minn loðin með tígrismunstri og glitrandi back/forward/home tökkum......GEEEEEEÐVEEEEEIIIKT!!! Heyriði...og viti menn. Svo var ég áðan í sakleysi mínu að kíkja á mbl á vinnutíma þá allt í einu "splash" breyttist allur textinn í kokkasænsku!!! Ómægooood Eva Slefa er nú Ifa Sleffa og Veður er Feaður og fyrirsögn eins og "Bretar og þjóðverjar hafna vopnahlésyfirlýsingu ESB" verður "Breter oog Þjóðferjer heffna fupnehlésyffurlýseengoo ISB" Reykjavík verður Reykjefík og hér get ég svo deilt með ykkur stjörnuspánni minni:
TFÍBOoRER 21. maí - 20. júní
Þú þerfft að sýna meekla þooleenmæði í semskeeptoom þínoom feeð feeni oog koonneengja í deg. tilffeenningerner ieega það til að hloopa me-að þig í gönoor. Bork Bork Bork!
Já þetta er vibbafyndið en samt ekki mjög lengi hehehe þannig að nú er best að redda þessu hið snarasta. Hvernig fer ég að því?
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Úfff
veit enga lausn á þessu firefox vandamáli...skrítið..hehe
Prófaðu Mumma. Veit hann ekki ráð við öllu..hhhaaaaa
Mága :)
Post a Comment