Frábær helgi að baki. Hildur vinkona var gæsuð og vinkonur hennar héðan og þaðan sameinuðust í skemmtilegum degi. Dagurinn byrjaði á því að skvísan var sótt á mótorhjóli af Hjalla töffara - þúsund þakkir Hjalli!!! - og hún fékk far með honum niður í Skeifu. Það tók við magadanskennsla og svo fengu Hilla og mamma hennar kennslu í kjöltudansi, það var mjög fyndið, spurning hvort dansinn muni nýtast þeim báðum í framtíðinni...
Eftir danskennsluna fórum við í stúdíó hjá Magga Kjartans og tókum upp eitt stykki "Eins og Jómfrú" Maggi Kjartans var mjög hress og skemmtilegur og hélt uppi góðu stuði og Hilla sló í gegn, það var varla hægt að heyra mun á henni og Madonnu sjálfri. Eftir stúdíóið var borðað og skroppið í eina salíbunu í Tívolí og skroppið í skotgrafirnar. Ég vann eina mörGÆS og ég gaf Hildi hana og þar sameinuðust tvær gæsir;)
Eftir Tívolí fórum við í sund á Loftleiðum og þaðan fórum við heim til Svönu og borðuðum saman frábæran Mex-mat. Svo var sungið í SingStar, Hildi gefin glæsileg typpakaka, dansað soldið, slúðrað soldið og sungið aðeins meira og slúðrað aðeins meira....alveg ekta stelpukvöld.
Takk allar fyrir samveruna - hittumst í brúðkaupinu í ágúst:)
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
ARG!! ekki alveg bestu myndirnar af mér .. þetta heldur manni allavega mótiveraðri :)
en takk kærlega fyrir mig þetta var rosaleg gaman
skvísukveðjur
Hildur chica :)
Post a Comment