16. janúar 2008

Jibbíjei!!

Ég er búin að finna bloggsálina mína aftur preis ðe lord!

Ég hef kannski ekki frá jafn mörgu að segja og þegar ég var á Spáni en ég get talað endalaust um ekkert og það er bara allt í læ.
Svo er ég líka farin að skoða öll hin bloggin af meiri áfergju en síðastliðið haust þegar ég datt bara eiginlega út. Ég komst þá td að því að Guggi Pop bekkjarfélagi úr LHÍ er orðinn pabbi (skrifaði fyrst óvart að hann væri orðinn pappi (sem hann er ekki*)) og ég óska honum til hamingju með það.

*Hvað er að vera pappi? Fyrir utan það að vera pappi í pappakassa, finnst ykkur pappi þá ekki vera einhver sem er ótrúlega ómerkilegur? Að vera bara bleðill er þá að vera ómerkilegur og mjór en að vera pappi er þá að vera ómerkilegur og soldið feitlaginn!!!



vista-blogga-senda blogg

5 Comments:

Nafnlaus said...

Hann er bara ótrúlegur þessi haus á þér :)

Drífa Þöll said...

en ef maður sé pappír? er maður þá bara mjór???

Nafnlaus said...

Verður maður ekki að taka þátt í þessum mjög svo gáfulegu umræðum :) Pappi er þunnt, flatt, lífrænt, „lifandi“ efni sem er að mestu leiti gert úr náttúrulegum jurtatrefjum, venjulega úr viði, en stundum eru einnig notaðar aðrar jurtatrefjar eins og bómull, hör, hampur, lín, og hananú!http://is.wikipedia.org/wiki/Papp%C3%ADr

Skoffínið said...

ha!??!??! eru sumar pappategundir úr hananú???

Það hljóta þá að vera svona furðufuglar eða einhverjir sem eru sífellt að koma á óvart ;)

Nafnlaus said...

ég ruglast líka á apóteki og bakaríi! Hvað er málið með það???
Katla