13. janúar 2008

Úti á lífinu í gær

Laila Lúllagæla á afmæli í dag - Til hamingju mín kæra!

Við fórum út að borða í gær í tilefni afmælisins, ég og Þór, Laila, Lúlli, Bogga og Hersteinn. Við fórum á Einar Ben og fengum eðalmat og eðalþjónustu frá þjóninum Lúðvík. Við völdum okkur öll "kokkurinn velur" og það klikkaði ekki. Við fengum segamegasíld, hörpudisk, saltfisk, gæsabringu og súkkulaðieitthvað í eftirrétt. Við fengum svo kaffi, koníak, Baileys og Irish Coffee í koníaksstofunni á efstu hæð. Við rúlluðum okkur út af Einari Ben um 2 leitið. Við droppuðum inn á Rex og fengum okkur þar einn drykk. Ég gef nú ekki mikið fyrir þetta Rex kjötborð en það var mjög skemmtilegt að fylgjast með fólkinu akta á brennivínsást. Það var par þarna sem ætlaði bókstaflega að éta hvort annað. Hann var standandi, haldandi á henni og hossandi henni til að geta kysst hana betur. Svo sátu þau og hún skakaði sér fagmannlega ofan á honum og ef ekki hefði verið fyrir fötin þá var þetta bara eins og atriði í góðri klámmynd. Ég segi nú samt takk fyrir mig við þetta par því ef þau hefðu ekki verið þarna til að glápa á þá hefðurm við bara haft mannin með gráa hárið og risastóru hendurnar sem sat við hliðina á okkur til að horfa á. Á leiðinni heim sáum við svo einn feitan æla og einn mjóan dauðann. Svo sáum við líka strák sem var búinn að ná sér í stelpu. Vinir hans voru greinilega ekki sáttir og sögðu við stelpuna "Sorrý þú ert ekki hluti af dagskrá kvöldsins" ...smekklegt.
Kvöldið í heild var samt brilljant og ég get ekki beðið eftir að fara á Rex aftur...eða þannig.



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Nafnlaus said...

Greinilega verið stuð. Til hamingju með Lailu vinkonu. Gaman að fá svona flotta lýsingu af djammlífinu í Reykjavíkinni.