4. janúar 2008

Tveir hlutir

Mér finnst orðin plebbi og plebbalegur mjög skemmtileg orð en þau eiga ekki við um mig.
Orðið píkupoppari á þó við mig því ég fíla Sugarbabes, en samt ekki rassaköstin þeirra í myndböndum. Önnur tónlistarskilgreiningarorð eiga líka við mig því ég er ekki bara píkupoppari. Ég er líka rokkhakkavél, klassíkúler, teknótæfa og húsunnandi. Dauðarokk fíla ég þó ekki nema endurflutt í öðrum útsetningum eins og hér.



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: