4. mars 2008

Eins gott að ég var í pollagalla þegar ég vaknaði

..eða sko þegar ég fór út í morgun.
Ég ætlaði að hjóla í vinnuna en ég gat hvorki losað lásin á hjólinu mínu né Þórs þó að ég smyrði allt draslið í klessu með VD40 sem er náttla undraefni heimsins. Ég var á endanum öll orðin úti í undraefni en lásinn pikkfastur. Ég ákvað þá að labba í vinnuna í pollagallanum. Þegar ég var komin að Hlemmi þá kom einn strætó á fullu á leið í Vesturbæinn og ég hoppaði upp til að spara mér sporin niður Laugaveg. En þessi strætó var ekkert að fara í vinnuna niður í bæ eins og ég!!! Hann var að fara í íslenska erfðagreiningu, út á flugvöll, út í KR, þennan líka fína rúnt um vesturbæinn. Ég endaði á því að hoppa út á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar (til að fara ekki hringinn til baka) og labbaði þaðan í vinnuna í grenjandi rigningu líklega lengri leið heldur en niður laugó. Kennir manni að verða ekki latur við Hlemm nema að vita hvaða strætó fer hvert ;)

ps. Mig langar í iPhone...ég ÞARF iPhone. Það er sko komin lítil sprunga á skjáinn á símanum mínum þannig að ég get ekki lengur látið sjá mig með hann á almannafæri. Þetta er bara eins og þegar maður fær lykkjufall á sokkabuxurnar...maður spókar sig ekki í þeim eftir það, maður kaupir sér nýjar!!!



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Nafnlaus said...

auðvitað þarftu iphone, algjörlega lífsnauðsynlegt. Hjólið hlýtur að jafna sig með allt þetta undraefni fljótandi um sig. Söngstu ekki alla leiðina í vinnuna..hihi
Suddenly....I live in a .....

Véfrétt said...

Afar þjóðleg færsla ;-)

En heyrðu, þú hittir mig um helgina og samt ekki eitt orð um mig???