6. mars 2008

Að vaska upp er fyrir plebba!

Ég á núna uppþvottavél og er hætt að vaska upp.
Fyrir þá sem ekki vita þá er uppþvottavél nýjasta græjan á eldhústækjamarkaðnum. Maður setur bara allt leirtau inn í svona kassa, setur þvottaefni í og hann þvær fyrir mann á nó tæm, þvílík uppfinning.

Tapað - fundið

  • Mandarina Duck gleraugu - týndust í fyrra, finnandi vinsamlegast láti mig vita.
  • Einn svartur támjór skór með skrauti - týndist um daginn, finnandi vinsamlegast láti mig vita.
  • Brún peysa fannst í Þverholti 5 - Bjössi þú ert velkominn í heimsókn:)
  • Grannur en jafnframt vöðvastæltur líkami - finnst vonandi á þessu ári
  • 4 Gb fjólublár minnislykill - týndist í haust, finnandi vinsamlegast láti mig vita.
  • Hálf flaska af Captain Morgan - tapaðist í áramótapartý 1993, veit ekki hvar, finnandi vinsamlega skili í formi bjórs eða kokteils, er að fara að djamma um helgina
  • Póstur í Þverholt til Lailu - ekki fyrsta vinkonan sem fær bréf í Þverholtið, Laila vertu velkomin í heimsókn:)
  • Lyklar á blárri símasnúru (mjög töff og tilfinningalegt gildi) ásamt buddu um hálsinn með strætómiðum og kannski skiptimiða - týndust um 1987 eða 8 - finnandi vinsamlegast láti mig vita.



vista-blogga-senda blogg

3 Comments:

Drífa Þöll said...

ég hef ekki séð neitt af því sem þú lýsir eftir en ég var að finna símboða. átt þú hann?

Véfrétt said...

Er pósturinn mitt hættur að berast þér?

Skoffínið said...

já það hefur ekkert borist síðan síðast ;)