23. október 2008

Tortola núðlur uppskrift handa kreppurum

Já nú er upprunninn tími þeirra hæfustu til að lifa af kreppuna og ég hef sett mér að vera ein af þeim. Ég hef einsett mér að hata ekki auðmenn því þeir bara vissu ekki betur greyin (já þeir eru núna bara grey) og auk þess vil ég eyða minni orku í gáfulegri hluti, eins og til dæmis kreppueldamennsku. Ég er í töluðum orðum að gæða mér á Tortola núðlum ala Eva og ég ætla að deila uppskriftinni með lesendum.

Tortola núðlur
Tími: 5 mín

1 pakki núðlusúpa að eigin vali (40-60 kall)
Vatn (ókeypis)
dash af soja
dash af sterku sinnepi (ef það er til)
nokkrar sneiðar af osti
1 tómatur í sneiðum (ef það er til)

*Núðlurnar hitaðar í örbylgju eða með hraðsuðukatli eða á eldavél ef þú býrð svo vel að eiga eina slíka.
* Vatninu hellt af
* Ostinum hrært út í
* Sinnepi og soja bætt við.
* Tómatur skorinn niður og settur út í.

...Voila, tilbúið!



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: