19. nóvember 2008

Poppkorn



Um leið og ég ákvað að örbylgjupoppa í gær, leiddi ég hugann að því þegar ekki var til örbylgjupopp. Þegar poppið bar alltaf í potti og það var hreint listform að poppa án þess að brenna í botninum. Út frá því fór ég að pæla í því hver uppgötvaði fyrst poppið og hvað hann hefur verið ánægður en jafnframt svekktur yfir því að eiga ekki salt. Ég ákvað því að spurja vinkonu mína Wiki um sögu poppsins:

Indjánar (frummbyggjar) í Ameríku uppgötvuðu fyrst poppið og héldu að popphljóðið væru reiðir guðir að koma upp úr pottinum. Í kreppunni miklu 1929 varð popp mjög vinsælt því það var svo ódýrt og því var það lyftistöng fyrir kornbændur á erfiðum tímum. Hvernig popp poppast er allt of flókið fyrir þetta blogg því þetta er ekki tækniblogg takk.

Popp er oft flokkað eftir lögun
Já, það er fiðrildatýpan og sveppatýpan og fiðrildatýpan á gefa betri tilfinningu í munni. Sveppatýpan er ekki jafn viðkvæm og fiðrildið og er því oftar í pakkapoppi.


Stærsta poppkúla í heimi var poppuð í Illinois 2006. Hún var 1550 kíló ...sæll!


Þess má geta að á meðan ég var að leita að mynd af stærstu poppkúlunni komst ég að eftirfarandi:
Það er til síða með ruslfæðisfréttum

Það er ekki bara til stærsta popp í heimi ónei...það er líka til stærsta diskókúla í heimi!!!!!
Þetta var nú skemmtilegt fannst ykkur ekki :)))



vista-blogga-senda blogg

4 Comments:

Nafnlaus said...

Það er mjög erfitt að poppa. Ég fylltist nostalgíu um daginn í Mexíkóskum vörumarkaði og nældi mér í sekk af maísbaunum. Eftir því sem mig minnti þá var galdurinn bara að setja nóg smjör, svolítið af salti og smella svo eldavélinni í botn! Indjánaguðirnir trylltust jú all verulega og eldhúsið fylltist af reyk. Égheld það hafi verið af sveppakyni heldur en fiðrilda, kannski var það vandamálið!? Eða gaseldavélin? Eða útlenska smjörið? Eða rangur pottur? Held mig bara við örbylgjuna í framtíðinni held ég .. takk fyrir fróðleiksmolana um popp, það er hinn besti kreppumatur og vídjósnakk!! Knús frá Englaborginni ... Agnes

Nafnlaus said...

ég keypti einmitt venjulegt gamaldags popp þegar upp komst um örbylgjupoppið að það væri svo óhollt smjérið í því. baukurinn stendur óopnaður upp í skáp...það er svo mikið vesen að poppa upp á gamla mátann.
en með þessa diskókúlu...sæll...heldurðu að það sé hægt að fá hana í tjaldið???
drífa

Skoffínið said...

Já hún er rosalega stór... spurning um þá að við myndum bara hafa diskókúlu í tjaldinu og ekkert fólk, því það kemst ekki fyrir.....þá myndum við pottþétt fá hönnunarverðlaun fyrir tjaldið, svona minimal hönnun...ekkert nema ein stóóór diskókúla!!!

Nafnlaus said...

Er ekki bara hægt ad dansa INNI í diskókúlunni? En allavega, vardandi poppið, þá þykjumst við systkinin vera poppmeistarara því það voru ófá skiptin í gamla daga þar sem við fengum okkur bara popp í hádegismat eftir skóla. Áttum meira að segja sér popppott (flott orð) og er bróðir minn búinn að panta hann í arf!!!
Barcelonaknús - Guðný