1. desember 2008

Svakaleg kjaftasaga

Þá er helgin búin. Fullveldisdagur Íslendinga og ég er heima með hálsinn bólginn, í annað skiptið á árinu.

Helgin var fín. Við fórum með vinahópnum á jólahlaðborð á Hótel Örk og gistum eina nótt. Hótelherbergin voru fín, maturinn ágætur en samt var eitthvað "off" svona over-all. Það þurfti t.d. að borga fyrir uppáhelling eftir matin 300 krónur takk og það var ekkert grín að leita kaffið uppi. Svo þegar Þór bað um kaffi og koniak á barnum þá hellti barþjónninn kaffi í irish coffee glas og kaffinu yfir það. Þeir taka það kannski svoleiðis í Hveró.

Helgin var samt fannst mér fín því aðalmálið er jú að hitta vinina og vera memm og ég var geðveikt mikið memm....þangað til ég þurfti að fara að sofa, tölum ekki meir um það.

Ég ætla svo að láta fylgja alveg svakalega kjaftasögu sem ég heyrði "næstum því" frá fyrstu hendi....elska svona útúrbænum fjarstæðukenndar kjaftasögur ;) Nöfnum og ýmsum staðreyndum hefur breytt til að halda leynd:

Það var víst brotist inn í húsgagnaverslunina KEA umd daginn. Í ljós kom að þarna var á ferðinni Smári Hannesson allsber að hlaupa undan handrukkurum.

...sel þetta ekki dýrara en ég keypti það hehhehehe

góðar stundir



vista-blogga-senda blogg

3 Comments:

Drífa Þöll said...

Ég saknaði þess að geta ekki verið með ykkur, en ef þetta var eitthvað "off" þá verður bara betra næst ekki satt? En hvað segirðu þurftirðu að fara snemma að sofa? Agalegt hvað hveralyktin í Hveró getur farið illa í mann....

Skoffínið said...

Já akkúrat!!!! Það var hveralyktin hehehehe

Nafnlaus said...

kom þessi kjaftasaga frá vesturbæjarskúbbanum Punsu?