16. október 2006

Klikkaðir nággrannar

Nággrannar mínir eru nettir nöttarar

Einn þeirra er alltaf að rífast við kærustuna sína og að þeirra sögn er það vegna þess að hann hélt framhjá henni áðúr en þau byrjuðu saman.......??? what?

Annar er með netta paranoju. Ef hann fær áminningu vegna hávaða eða vegna þess að hann lagði í einkastæði þá gengur hann á allar íbúðir til að komast að því hver klagaði hann....kreisí

Nú áðan komst ég að enn öðrum nötter. Það vill svo til að þessa stundina er bíll lagður í miðri innkeyrslunni hjá okkur. Þegar við keyrðum framhjá honum (naumlega) þá sáum við að einhver var búinn að krota "legðu í stæði" á rúðuna á bílnum. Bara gott mál segi ég. Þegar ég kom upp þá reyndi ég að hafa upp á bíleigandanum en hann var ekki með neitt símanúmer til að hringja í þannig að ég nennti ekki að stússast meir. Svo áðan stend ég við eldhúsgluggan minn og sé hvar bíll kemur akandi inn í innkeyrsluna. Hann stoppar við kyrrstæða bílinn og flautar. Hann sveigir svo framhjá bílnum, leggur í stæði hér fyrir utan, röltir að kyrrstæða bílnum og hrækir stórri slummu á hann og labbar svo til baka og inn til sín. Sociopath much?

Já sumir láta hlutina bara fara í taugarnar á sér og röfla um það ....en aðrir gera eitthvað í málinu ;)



vista-blogga-senda blogg

3 Comments:

Nafnlaus said...

múhahahahahahaahah


kannski spurning um að fara að flytja?

Kveðja, Hildur sveitungur

Nafnlaus said...

mogginn maður, mogginn -jah, maður lifandi

Skoffínið said...

já maður er bara orðinn famus!!!