14. nóvember 2006

Afsakið...

þetta bloggleysi á þessum síðustu og verstu tímum.
Ég er greinilega ekki lengur atvinnubloggari heldur einungis hobbíbloggari. Ætli það sé af því að mér dettur ekkert í hug til að deila með ykkur eða er bara ekkert að gerast þessa dagana. Ætli það sé ekki blanda af báðu og svo líka gleymi ég alltaf jafnóðum hvað ég var að gera þannig að það er ekki von að ég bloggi um það.

Nóg um það.

Þessa dagana er Þór í Þýskalandi eystra að uppfæra heila verksmiðju og ég hangi á klakanum á meðan og vinn heilu og einu og hálfu dagana. Já það þurfa allir auglýsingar tilbúnar í fyrradag...engin miskunn þar. Ég fékk samt smá pásu um daginn og skrapp til Köben í 3 daga með Þór og það var alveg frábært. Ég nokkuð góða útrás fyrir kaupagleðina, fór 6sinnum í H&M, keypti mér 2 ullarkápur (ekki í hm), stígvél, fullt af sokkabuxum, nokkur pils og peysur og slatta af skartgripum. Hefði alveg getað keypt meira en ég var bara (og er) með tvær hendur og gat því ekki borið meira heim á hótel.
Ég hitti líka Jonna í hádegisverð og það var mjög skemmtilegt. Takk fyrir síðast Jonni!!

Ég er farin að spila nokkur jólalög á dag en bara svona líbólétt sem mættu alveg heita haustlög. White Christmas, Helga nótt og hallelújalögin bíða fram til jóla en hvað er að því að heyra smá klukknahreim í skammdeginu ég bara spyr...já og yfirmaðurinn minn gaf mér jólaseríu um daginn í tilefni þess að ég sé komin í jólaskap. Ég er náttla snortinn yfir því og hún er kominn á sinn stað á skrifborðinu í samband og allt. Ég veit nú samt að það þarf að bæta við nokkrum seríum í viðbót til að gera ALVARLEGA jólalegt.

12 nóvember er liðin - var það ekki fresturinn til að skila inn Eurovisjón lagi? Ég var alveg með það á hreinu í sumar að ég ætlaði að semja vinningslag og hafa tímann fyrir mér í því. Var meira að segja komin með góða (stolna) formúlu í kollinn en svo er bara allt í einu fresturinn liðinn og ég ekki búinn að semja eitt orð eða tón. glatað.....gengur betur næst, og þá skal ég sko sigra!!!

Er þetta ekki orðið nokkuð langt og gott röfl í bili? Ég skal "reyna" að verða duglegri að blogga og hlaða inn myndum. Kannski fer að róast eitthvað hjá mér eftir svona mánuð.

Þið öll sem ég hef vanrækt og ekki hringt í eða spjallað við á msn...sorrýlorrý...tíminn er bara svo svakalega afstætt hugtak sem flýgur frá manni.

Og tvær afmæliskveðjur í lokin:
1. Guðný megapía varð þrítug um daginn og það er náttla mest kúl í heimi að verða þrítug!!! Til hamingju mín kæra og ég vona að dagurinn hafi verið meiriháttar, sorrý að ég komst ekki í partýið;)

2. Kjarri kúl!! Til hamingju með þrjátíu árin maður. Verst að þú ert fjarri því afmælið þitt hefði verið gaman að vera boðin í þá veislu. Ég labbaði einmitt framhjá Amtmannsstígnum í hádeginu í dag og sá að partýhöllinn gamla hefur verið rifin! Mikil eftirsjá í því. Hafðu það sem best:)

Bæ í bili
Evslef



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: