8. janúar 2007

Gleðilegt nýtt ár

Gleðileg jól allir saman (þótt þau séu búin)
og
gleðilegt ár !!!


Er ekki bara ágætis kæti með nýja árið? Sólin að hækka og hálkan meiri í dag en í gær...er ekki lífið frábært:)

Þór sendi mér stjörnuspánna mína áðan:

Tvíburar:
Rannsakendur hafa uppgötvað að þeir sem skipta á milli á meðan þeir eru að klára verkefni séu miklu lengur en þeir sem halda sig við eitt í einu. Augljóslega hafa þeir aldrei fylgst með þér.

Já ég er heppin að vera tvíburi..annars gæti ég ekki multitaskað á skrilljón.
Strengdi sér einhver áramótaheit? Mitt er aðallega „operation bikini“ fyrir sumarið. Hef stundum strengt það áður undir öðrum nöfnum. Til dæmis var það „operation gisele bundchen" árið 2002. Man ekki hvað það hét í fyrra.

Ég vil í lokin óska Bjössa til hamingju með ráðninguna hjá Icelandair fyrir jól. Hann er hetja háloftana í mínum augum þó ég sé nú ekki viss um hvort hann sé í klúbbnum „hetjur háloftana" ef þið vitið hvað ég meina;) Anywho...you go Bjössi!!

Bæ í bili,
Eva (sem mun blogga meira með hækkandi sól)
....ein alltaf að lofa og svíkur allt...
...bíddu halló....gefa manni smá tækifæri á að bæta sig
....jæja....ein að röfla við sjálfa sig...
...komið gott takk og bless...



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Nafnlaus said...

Hlakka til að fylgjast með bloggi hjá þér með hækkandi sól.
Alltaf jafnskemmtileg 'skan