Það eru ýmsir litlir hlutir í kringum mig sem ég hef tekið eftir upp á síðkastið sem ég ætla að deila með ykkur. Þeir eru ómerkilegir en skemmtilegir:)
* Nýji raunveruleikaþátturinn um Remax fasteignasalana í Los Angeles. Getur maður í alvöru orðið húkt á slíkum þætti....og spennan magnast... mun Angela selja húsið??? finnst mygla í veggjunum??? fylgist með í næsta þætti.
* Nággrannar mínir byrjuðu daginn í gær á litlu rifrildi. Annað þeirra hafði óvart sparkað eða kýlt í hitt í svefni og hitt vaknaði við það og hefndi sín. Úr því varð hið mesta öskurrifrildi. Ég held þau séu með svo lítinn heila að hann kemst fyrir inni í litlu chilikorni.
* Talið um matvöruverð á Íslandi. Kemur þetta fólki í alvörunni á óvart að það sé 60% dýrara að meðaltali hér en annars staðar. Ég mun kjósa þann stjórnmálamann/konu sem kemur opinberlega fram með sannanir um það að það eru kaupmennirnir sem eru að taka okkur í rassgatið en ekki gengi krónunnar, smæð okkar eða önnur þvæla.
.....díses gullfiskurinn búinn að gleyma öllum hinum punktunum sem voru (ó)merkilegir.
.....man þá kannski á eftir :/
ps. Langlínukveðjur til allra í útlöndum
Bjössi í Englandi
Agnes í LA
Solla og Sindri í LonogDon
Hildur í Selva sjúbb sjúbb
Guðný og Jordí í BCN
Alli og co við árbakkann í Kalíforníu
Dagný og Jonni í Danaveldi
Guggi í Svissmiss
Jóhannes í SanFrangaySisco
...og hinir sem ég gleymi að telja og sem kunna ekki íslensku
pps. Ágústa og Grétar, takk fyrir frábært partý síðustu helgi....ég skemmti mér frábærlega, Singstar Rocks!!! Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst aftur.
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Takk fyrir kvedjuna elsku dullan min!!!
Post a Comment